SKILMÁLAR /SKILYRÐI
Uppskriftir eru afhentar sem PDF skjal og eru afgreiddar rafrænt um leið og greiðsla hefur verið samþykkt. Hlekkir á uppskriftir eru virkir í 30 daga og því er ráðlagt að hlaða niður uppskriftum og vista til þess að aðgengi verði ótímabundið.
Öll afritun og dreifing uppskrifta er óheimil. Ekki er leyfilegt að selja flíkur prjónaðar eftir uppskriftum frá söluaðila nema að undangengnu samþykki hönnuðar.
Verð á uppskriftum eru með inniföldum 24 % virðisaukaskatti.
Ekki er um að ræða skilarétt á uppskriftum, en komi upp vandamál varðandi þær er viðkomandi bent á að leita til söluaðila til úrlausnar.
Söluaðili er bundinn trúnaði um allar þær upplýsingar sem óskað er af kaupanda til að viðskiptin geti farið fram og þriðja aðila eru undir engum kringumstæðum veittar upplýsingar þar um.
prjonprjon.com og hönnuður áskilja sér fullan rétt til að taka uppskriftir úr sölu án fyrirvara.
Um viðskiptin gilda íslensk lög. Komi til málaferla vegna þeirra skulu þau rekin fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra.