top of page
HVERNIG PANTA ÉG ?
Byrjaðu á að velja vöruflokk í valmyndinni.
Þá birtast vörur sem tilheyra þeim flokki, athugið að það getur þurft að ýta á hnappinn "Load more" sem birtist neðst á síðunni til að fá upp fleiri uppskriftir. Þetta getur þú þurft að framkvæma ítrekað til að fá upp allar vörur.
Þegar þú hefur fundið uppskrift sem þú vilt kaupa þarftu að smella á hana og þar birtist möguleikinn að setja hana í körfu, sjá mynd.
Athugið að þessi hnappur birtist undir myndinni í farsíma
Þegar þú smellir á "Add to cart" kemur möguleiki að fara beint í innkaupakörfu "View Cart" þar sem hægt er að staðfesta kaup. Ef þú vilt halda áfram að skoða/kaupa, getur þú farið til baka og bætt í körfuna.
Þegar þú ert búin að velja allar þær uppskriftir sem þú vilt kaupa, þarftu að fara í körfuna til að staðfesta. Þar getur þú líka tekið út vörur ef þú vilt endurskoða kaupin.
Til að fara í körfu smellir þú á myndina af innkaupakörfunni uppi í hægra horninu.
Þar fyllir þú allar umbeðnar upplýsingar og athugaðu sérstaklega að uppgefið netfang sé rétt slegið inn, til þess að uppskriftin komist til skila.
Því næst smellir þú á "Continue" hnappinn og þar getur þú yfirfarið upplýsingarnar áður en þú staðfestir kaupin endanlega.
Þegar þú ert búin að yfirfara upplýsingarnar smellir þú á "Place Order" hnappinn til þess að staðfesta.
bottom of page